spot_img
HomeFréttirNBA deildin snýr líklega aftur um miðjan júlí í Disneylandi

NBA deildin snýr líklega aftur um miðjan júlí í Disneylandi

Samkvæmt heimildum eru forráðamenn NBA deildarinnar að vonast til að geta klárað 2019-20 tímabilið í Disneylandi í Flórída, en því var upphaflega frestað í byrjun mars vegna Covid-19 faraldursins.

Samkvæmt heimildunum gætu leikar farið af stað um miðjan júlí, en þá hefðu félögin fengið nægan tíma til þess að koma sér af stað, en eitt af öðru eru æfingasvæði þeirra að opnast þessa dagana. Mun deildin einnig vera að huga að prófunum fyrir veirunni í samstarfi með Mayo Clinic.

Síðustu vikur hefur hugmyndin um að búa til einskonar heimavist fyrir lok tímabilsins orðið háværri, þar sem að væri hægt að loka leikmenn og forráðamenn félaga af frá samfélaginu og þannig koma í veg fyrir að ný smit bærust inn á svæðið. Til þess að gera slíkt hafa þrír staðir helst verið nefndir. Disneyland svæðið í Flórída, þar sem að deildin heldur sumardeildina sína í Las Vegas ár hvert og Houston í Texas.

Disneyland þar talið lang líklegast. Þar sem að bæði er aðstaðan öll upp á það besta, sem og er fyrirtækið í góðu samstarfi með NBA deildinni, þar sem að meðal annars það á ESPN sjónvarpsstöðina.

Nokkrir leikir voru eftir af tímabilinu þegar að leikum var frestað í mars, en áætlar deildin sér ekki að klára þá, heldur fara beint í úrslitakeppnina miðað við þá stöðu sem var þegar að mótinu var frestað

Fréttir
- Auglýsing -