spot_img
HomeFréttirNBA: Davis til Miami

NBA: Davis til Miami

14:40

{mosimage}

Miami og Minnesota hafa skipts á leikmönnum og fengu fyrrverandi meistararnir þá Ricky Davis og Mark Blount í skiptum fyrir Antoine Walker, Micael Doleac, Wayne Simien og valrétt Miami í fyrstu umferð nýliðavalsins í framtíðinni.

Skiptin koma fáum á óvart en bæði þessi lið hafa verið að reyna bæta leikmannahópinn sinn fyrir tímabilið.

Minnesota er þar með 18 leikmenn í hópnum sínum en aðeins 15 mega vera hjá félaginu þegar tímabilið hefst en félögin í NBA þurfa að skila listum sínum kl. 13:00 á mánudag.

David hefur áður leikið með Miami en hann lék sjö leiki með liðinu tímabilið 2000-01.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -