01:05
{mosimage}
(Darko verður í Memphis næsta vetur)
Memphis Grizzlies hafa fengið einn efnilegasta leikmann NBA, Darko Milicic og gerði hann þriggja ára samning sem mun gefa honum $21 milljón. Milicic kemur frá Orlando en hann hefur spilað þar undanfarið eitt og hálft ár.
Serbinn ungi er aðeins 22 ára og hefur hann leikið fjögur ár í NBA. Hann var valinn nr. 2 í nýliðavalinu 2003 og var hann tekinn á undan leikmönnum eins og Dwayne Wade og Carmelo Anthony. Darko hefur valdið vonbrigðum en hann er mjög hæfileikaríkur. Hann þótti spila vel í vetur og var nokkuð eftirsóttur og vonandi mun hann sýna sitt rétta andlit með Memphis í vetur.
Hann varð meistari með Detroit 2004 og varð hann yngsti leikmaðurinn í sögunni til að taka þátt í leik í úrslitum(Finals) 18 ára og 356 daga.
Honum var skipt til Orlando ásamt Carlos Arroyo í skiptum fyrir Kelvin Cato og framtíðar valrétt í 1. umferðinni.