17:18
{mosimage}
(Garnett ásamt Paul Pierce og Ray Allen á blaðamannafundi)
Glen Taylor, eigandi Minnesota, sagði að Kevin Garnett hefði mögulega aldrei verið skipt frá félaginu hefði hann ekki beðið Kevin McHale, framkvæmdastjóra Minnestota, um þriggja ára framlengingu á samningi sínum. Taylor lagði til að Garnett myndi taka á sig launalækkun til þess að samningur næðust. Þetta sætti Garnett sig ekki við og úr því var eina lausnin að hann færi.
Taylor sagði að Chicago höfðu verið mjög áhugasamir að fá hinn 31 árs gamla Garnett en vildu ekki borga þau laun sem hann vildi fá. Boston voru á þeim buxunum að splæsa í kappa og á endanum fór hann þangað.
Garnett fær um $22 milljónir á tímabili og því ljóst að það var ekki fyrir hvaða lið sem er að fá leikmanninn