spot_img
HomeFréttirNBA: Byrjunarlið Stjörnuleiksins tilkynnt

NBA: Byrjunarlið Stjörnuleiksins tilkynnt

09:28 

{mosimage}

Nú er komið á hreint hvaða leikmenn í NBA deildinni munu skipa byrjunarliðin í árlegum Stjörnuleik deildarinnar. Sem fyrr þá mætast austur- og vesturströndin og rétt eins og í fyrra var það kínverski risinn Yao Ming sem var manna fyrstur til að tryggja sig inn í Stjörnuleikinn með flest atkvæði. Samlandar Ming eru duglegir við að kjósa hann inn í leikinn en aðdáendur eiga kost á því að velja sinn mann í Stjörnuleikinn með atkvæðagreiðslu á netinu. 

Stjörnuleikur NBA 2007 fer að þessu sinni fram í Las Vegas sunnudaginn 18. febrúar og eru byrjunarliðin eftirfarandi: 

Austurströnd:

Bakvörður: Gilbert Arenas, Washinton Wizards

Bakvörður: Dwyane Wade, Miami Heat

Framherji: Chris Bosh, Toronto Raptors,

Framherji: LeBron James, Cleveland Cavaliers

Miðherji: Shaquille O´Neal, Miami Heat

Þjálfari: Óákveðið, kemur í ljós bráðlega 

Vesturströnd:

Bakvörður: Tracy McGrady, Houston Rockets

Bakvörður: Kobe Bryant, LA Lakers

Framherji: Kevin Garnett, Minnesota Timberwolves

Framherji: Tim Duncan, San Antonio Spurs

Miðherji: Yao Ming, Houston Rockets

Þjálfari: Mike D’Antoni, Phoenix Suns 

Yao Ming verður ekki með í Stjörnuleiknum að hans eigin sögn en hann gaf það út fyrr í þessari viku að hann myndi fyrst hefja æfingar eftir meiðsli sömu helgi og Stjörnuleikurinn fer fram. 

Frétt sem tengist Stjörnuleiknum 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -