spot_img
HomeFréttirNBA: Bulls lagði Mavericks

NBA: Bulls lagði Mavericks

10:48 

{mosimage}

 

 

Chicago Bulls vann góðan sigur á heimavelli í nótt gegn Dallas Mavericks. Chicago byrjuðu leikinn af miklum krafti, gerðu fyrstu körfu leiksins, voru 27-13 yfir eftir fyrsta leikhluta og létu forystuna ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. Lokatölur 96-85. Allt Chicago liðið var að spila gríðarlega vel og voru 4 leikmenn sem fóru í tveggja stafa tölu með Ben Gordon fremstan í flokki aldrei þessu vant. Auk þess að skora 30 stig tók Gordon 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Loul Deng skoraði 21 stig og tók 9 fráköst en Big Ben Wallace tók 17 fráköst og varði 4 skot.

 

Ben Goron hefur í síðustu leikjum slegið á þær gagnrýnisraddir að hann geti ekki spilað í byrjunarliðinu. Hann hefur nú byrjað síðustu 6 leiki og sett yfir 20 stig í 5 af þeim, þar af tvisvar 30+.

Þetta geta hinsvegar mögulega verið síðustu leikir hans fyrir Chicago liðið þar sem bandarískir fjölmiðlar hafa haldið því fram síðustu daga að Chicago sé búið að bjóða Memphis Grizzlies þá Ben Gordon og P.J. Brown í skiptum fyrir Pao Gasol. Í liði Dallas sem átti ekki góðan dag var Dirk Nowitski stigahæstur með 28 stig og 11 fráköst en nýting hans í leiknum var ekki góð, hitti einungis úr 7 skotum af 22 en var þó drjúgur á vítalínunni. Jerry Stakhouse kom næstur með 16 stig af bekknum.  Dallas hafði fyrir leikinn unnið 8 leiki í röð en þurfa nú að byrja að telja aftur en næsti leikur er á móti Sacramento á morgun.

 

Meiri spenna var í leik L.A. Clippers og Jew Jersy Nets.  Cuttino Mobley setti þrist fyrir Clippers þegar hálf sekúnda var eftir á klukkunni en þetta var þriðji leikur vikunar þar sem New Jersy tapar á síðasta augnabliki leiksins. Stigaskorið hjá heimamönnum í Clippers var mjög jafnt þar sem Maggette og Brand skoruðu 18 stig en Mobley setti 17. Sam Cassell gaf svo 10 stoðsendingar. Vince Carter átti góðan leik hjá New Jersey og minnti á sig með 33 stigum eftir að fyrr um kvöldið hafi verið tilkynnt að Carter ætti ekki sæti í byrjunarlið Austurstrandarinnar í Stjörnuleiknum. Nachbar setti 16 stig og Williams 16.

 

http://ithrottir.blog.is/blog/ithrottir/

Fréttir
- Auglýsing -