spot_img
HomeFréttirNBA: Bryant kaldur með 23 stig

NBA: Bryant kaldur með 23 stig

10:05

{mosimage}

 

 

(Töframennirnir Phil Jackson og Kobe Bryant ræða saman í leiknum í nótt. Líklega að leita svara við því hvernig Kobe gæti komið tuðrunni í gegnum netið. Skotnýting Kobe var skelfileg í leiknum.) 

 

 

Kobe Bryant var ekki að finna taktinn gegn Denver í nótt þegar Lakers lá 115-111 á útivelli í nótt. Bryant gerði 23 stig í leiknum og gaf 10 stoðsendingar en hann hitti aðeins úr 9 af 30 teigskotum sínum í leiknum, 1 af 5 í þriggja stiga og 4 af 5 á vítalínunni og hefur skotnýting kappans oft verið betri. Hjá Denver var Carmelo Anthony atkvæðamestur með 33 stig og Marcus Camby var að skila fínni tölfræði með 22 fráköst, 7 varin skot og 3 stig. Þá gerði Allen Iverson 24 stig fyrir Nuggets.

 

Stephen Jackson fór fyrir liði Golden State Warriors með 28 stig og 7 fráköst þegar Warriors lögðu Utah Jazz 126-102. Ronnie Brewer gerði 21 stig í liði Jazz en þeir Carlos Boozer og Matt Harping voru báðir með 17 stig fyrir Jazz.

 

Úrslit annarra leikja í nótt voru þessi:

 

Detroit 91, New York 83
Orlando 117, Milwaukee 94
Toronto 111, Minnesota 100
San Antonio 112, Portland 96
Dallas 96, L.A. Clippers 86
Houston 95, Seattle 90

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -