spot_img
HomeFréttirNBA: Boston jafnaði félagsmet ? léku án Ray Allen

NBA: Boston jafnaði félagsmet ? léku án Ray Allen

09:40

{mosimage}
(Paul Pierce fór á kostum í nótt með 32 stig)

Margir leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í nótt. Boston Celtics jöfnuðu félagsmet frá árinu 1984 en þeir hafa unnið tólf fyrstu heimaleiki sína. Í nótt lögðu þeir Milwaukee Bucks að velli með 22 stigum 104-82. Þeir grænu voru án Ray Allens sem er frá vegna eymsla í ökkla.

Fjarvera Allens virtist ekki hafa mikil áhrif á Boston-liðið því að annar Allen kom í byrjunarliðið. Tony Allen byrjaði í leiknum og átti góðan leik. Hann skoraði ellefu stig og stal fjórum boltum ásamt því að spila frábæra vörn á Michael Redd, besta leikmann Milwaukee. Redd skoraði aðeins 9 stig og tók 9 skot í leiknum en hann er með 23,4 stig í leik í vetur. Hjá Boston var Paul Pierce stigahæstur með 32 stig og hjá Milwaukee var Mo Williams með 14.

Á NBAtv í nótt var leikur Indiana og Toronto. Leikurinn var þræl skemmtilegur þar sem Toronto hafði sigur eftir magnaðan endasprett. Þegar Toronto var undir 86-90 skoruðu þeir næstu 18 stig leiksins og náðu 14 stiga forystu þegar aðeins rúm mínúta var eftir. Lokatölur 93-104. Stigahæstur hjá Toronto var þriggja-stiga skyttan Jason Kapono með 29 stig og Mike Dunleavy skoraði 23 fyrir Indiana.

{mosimage}
(Andres Nocioni að verja skot frá hinum íturvaxna Eddie Curry í nótt)

Úrslit:
Philadelphia-Sacramento 99-109
Charlotte-Orlando 87-103
New Jersey-Cleveland 105-97
Detroit-Atlanta 91-81
Memphis-L.A. Clippers 91-98
Minnesota-Seattle 88-99
Chicago-New York 101-96
Dallas-New Orleans 89-80
Portland-Utah 99-91
Golden State-Lakers 108-106

[email protected]

Myndir: AP

Fréttir
- Auglýsing -