spot_img
HomeFréttirNBA: Boston framlengja samning Rivers

NBA: Boston framlengja samning Rivers

06:00

{mosimage}
(Doc Rivers að leiðbeina einum efnilegasta
leikmanni Boston, Gerald Green)

Boston Celtics hafa framlengt samning Doc Rivers, þjálfara liðsins, og mun hann því þjálfa liðin næstu árin. Boston var með næst lakasta árangurinn í vetur 24 sigra og 58 töp. Kemur þessi ákvörðun því töluvert á óvart enda hafa forráðamenn í NBA ekkert verið sérstaklega þolinmóðir gagnvart þjálfurum sínum þegar illa gengur.

Alls hefur Boston unnið 102 leiki undir stjórn Rivers og tapað 144. Hann var þjálfari ársins árið 2000 en þá stjórnaði hann Orlando.

Rivers er búinn að þjálfa Boston í þrjú tímabil. Fyrsta tímabilið hans vann liðið Atlantshafsriðilinn í fyrsta skipti síðan 1991-92 tímabilið en datt út í 1. umferð úrslitakeppninnar í 7 leikjum gegn Indiana. Árið eftir komst liðið ekki í úrslitakeppnina og í vetur hefur allt gengið á afturfótunum. Meiðsli næstum allra leikmanna liðsins hefur sett strik í reikninginn hjá þessu sigursælasta liði NBA frá upphafi.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -