spot_img
HomeFréttirNBA: Baulað á leikmenn Chicago

NBA: Baulað á leikmenn Chicago

16:01

{mosimage}
(Úr leik Chicago og Houston í nótt)

Að segja að lið Chicago hafi valdið vonbrigðum í vetur er vægt til orða tekið. Liðið sem margir reiknuðu með að myndi festa sig í sessi sem eitt besta lið austurdeildarinnar hefur stigið hvert feilsporið á fætur öðru í vetur. Og eru aðeins níu sigrar komnir í hús í 25 tilraunum. Í nótt fengu stuðningsmenn liðsins nóg og var baulað á liðið þegar þeir yfirgáfu heimavöll sinn, United Center, eftir 18 stiga tap fyrir Houston.

Houston átti náðugt kvöld en 7 leikmenn liðsins skoruð 10 stig eða meira og voru með 25 stiga forystu í 4. leikhluta. Leikurinn endaði 98-116.

,,Það er alveg pirrandi að tapa. Þegar það síendurtekur sig er erfitt að tapa,” sagði Ben Gordon og hélt áfram. ,,Við þurfum að finna leið til að snúa þessu við. Þangað til við gerum það verður sama sagan hvert kvöld.”

Er þetta slakasta byrjun Chicago í þrjú ár.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -