09:16
{mosimage}
Gilbert Arenas skoraði 31 stig þegar Washington Wizards vann Memphis Grizzlies, 116:101, í bandarísku NBA körfuboltadeildinni í nótt. Washington hefur unnið 11 af síðustu 14 leikjunm sínum, þar af síðustu fjóra útileikina. Liðið byrjaði af miklum krafti í nótt og skoraði 45 stig í fyrsta leikhluta sem er liðsmet, og 77 stig í fyrri hálfleik, sem er einnig liðsmet.
Úrslit annarra leikja voru þessi:
Indiana Pacers 81, Houston Rockets 76
Detroit Pistons 92, New Jersey Nets 91
Milwaukee Bucks 114, San Antonio Spurs 107
Minnesota Timberwolves 100, Chicago Bulls 98
Dallas Mavericks 97, Charlotte Bobcats 84
Denver Nuggets 116, Boston Celtics 105
Phoenix Suns 110, Portland Trail Blazers 87
Utah Jazz 102, LA Clippers 92.