spot_img
HomeFréttirNBA: Amare þarf að taka sig á

NBA: Amare þarf að taka sig á

07:30

{mosimage}

Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix Suns, og Amare Stoudamire ræddust við á Ítalíu fyrir tveimur vikum þegar NBA-liðið var að æfa þar. Þar sagði D´Antoni að Amare þyrfti að bæta sig og leggja sig 100% fram fyrir klúbbinn annars myndi hann ekkert spila. Robert Sarver, eigandi liðsins, hefur stutt Mike D´Antoni.

Þegar Phoenix var að spila æfingarleiki í Evrópu þá töldu forráðamenn félagsins að Stoudamire væri ekki að leggja nóg á sig enda spilaði hann ekkert sérstaklega mikið.
„Mike var búinn að fá nóg,” var haft eftir manni sem þekkir til liðsins. Síðan D´Antoni og Stoudamire töluðu saman hefur Stoudamire ekki misst af æfingu eða kvartað undan sársauka í hnénu.

„Fólk má segja það sem það vill en enginn veit hvers konar sársauka ég finn til nema ég,” sagði Stoudamire. „Enginn veit hvað ég get og ekki get nema ég.”

Stoudamire hefur átt í vandræðum með hnéið á sér og hefur verið að jafna sig eftir uppskurð og missti hann því af Heimsmeistaramótinu.

Sjá meira um meiðsli Stoudamire – hér.

Fréttir
- Auglýsing -