spot_img
HomeFréttirNBA: 45 stig frá McGrady dugðu Houston ekki

NBA: 45 stig frá McGrady dugðu Houston ekki

10:59 

{mosimage}

 

 

Dallas Mavericks vann sigur á Houston Rockets, 109:96, í bandarísku NBA körfuboltadeildinni í nótt. Dirk Nowitzki, sem var útnefndur leikmaður Vesturdeildar fyrr í gær, skoraði 30 stig fyrir Dallas, sem hefur unnið 18 af 19 síðustu leikjum sínum. Tracy McGrady skoraði 45 stig fyrir Houston eða nærri helming stiga liðsins.

 

Tveir aðrir leikir voru í riðlakeppni NBA í nótt. New Orleans Hornets vann Orlando Magic, 84:78, og Seattle SuperSonics vann Cleveland Cavaliers 101:96.

 

Frétt af www.mbl.is

Fréttir
- Auglýsing -