Ruslið í samvinnu við Senu ætla að gefa eitt eintak af ferskasta körfuboltatölvuleiknum á markaðnum í dag – NBA 2K14.
Reglurnar eru einfaldar:
1, Setja “like” á Ruslið á Facebook
2. Deila (share) Facebook-fréttinni til allra vina þinna á Facebook
3. Tagga í athugasemdum á Facebook alla sem geta ekki með nokkru móti unnið þig í NBA 2K leikjunum. Eflaust nóg af þeim til.
Dreginn verður út einn heppinn þátttakandi (en aðeins einn af þeim sem fylgdu reglunum hér að ofan) um næstkomandi helgi og úrslitin tilkynnt á Facebook síðu Ruslakörfunnar. NBA 2K14 kemur út í dag (1. október) í Bandaríkjunum en síðar í þessari viku hér á Íslandi.
LeBron James verður aðalstjarna NBA 2K14 og hefur einnig séð um að velja tónlistina í leikinn. Í leiknum er einnig mode sem kallast “Path to Greatness” sem gerir þér kleift að spila út feril LeBron James og ákveða sjálfur hversu vel honum í NBA deildinni og hjá hvaða liði. MyCareer mode er enn á sínum stað og Crew Mode er komið aftur eftir nokkra hvíld. Leikurinn inniheldur einnig 14 Euroleague lið til að spila með, eins og t.d. Maccabi Electra Tel Aviv, Olympiacos Piraeus, FC Barcelona og CSKA Moscow svo einhver séu nefnd.