Undir 20 ára karlalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Matosinhos í Portúgal. Í dag lék liðið í átta liða úrslitum B-deildarinnar gegn öflugu liði Tékklands.
Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en Tékkland seig örlítið framúr í byrjun seinni hálfleiks. Íslandi tókst ekki að saxa almennilega á forystuna þrátt fyrir nokkrar tilraunir til áhlaups í lokin. Lokastaðan 77-76 fyrir Tékklandi sem er komið í undanúrslit mótsins.
Bjarni Guðmann Jónsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 20 stig. Hilmar Smári Henningsson var besti maður liðsins með 19 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Þá var nafni hans Hilmar Pétursson góður með 11 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar.
Þrátt fyrir tapið er þátttöku Íslands á mótinu ekki lokið en liðið keppir um sæti 5-8 á næstu dögum. Fyrri leikurinn fer fram á morgun kl 13 þar sem Ísland mætir annað hvort Belgíu eða Hollandi.
Viðtöl við leikmenn eftir leik eru væntanleg