spot_img
HomeLandsliðinNaumt tap hjá U16 drengjunum gegn Rúmeníu

Naumt tap hjá U16 drengjunum gegn Rúmeníu

Íslenska U16 drengjalandsliðið mætti Rúmenum í B-deild Evrópumótsins í dag. Niðurstaðan að þessu sinni var naumt tap, 88-90, í leik þar sem Ísland fékk lokasóknina en misstu boltann frá sér.

Kristófer Björgvinsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 27 stig.

Íslenska liðið er með einn sigur og eitt tap eftir leik dagsins, og mætir Austurríki á morgun klukkan 15:00.

Fréttir
- Auglýsing -