Njarðvíkingar töpuðu naumt gegn Úkraníska liðinu Cherkaski í kvöld með 96 stigum gegn 98. Það var Jóhann Ólafsson sem átti fínt skot í lok leiks en honum brást bogalistin og fóru gestirnir með sigur af hólmi. Hjá Njarðvíkingum átti Friðrik Stefánsson prýðis leik og einnig var Jeb Ivey sjóðheitur. Gestirnir byrjðu leikinn af miklum krafti og agaðu leikur þeirra létu heimamenn líta út eins og byrjendur á vellinum. Njarðvíkingar virtust einfaldlega langt frá því að vera vaknaðir fyrir þennan leik og uppskáru gestirnir nokkuð auðvelda
Annar fjórðungur var hinsvegar allt annað upp á teninginn. Igor Beljanski sem hafði verið tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla kom nokkuð frískur af bekknum og virstist leikur Njarðvíkingar hressast mikið við komu hans. Jeb Ivey fór einnig að hitna og sallaði niður þriggjastiga körfum fyrir sitt lið. Ekki leið að löngu fyrr en Njarðvíkingar jöfnuðu leikinn með miklu harðfylgi og aðeins klaufagangur í leik þeirra varð til þess að í leikhléi fóru gestirnir með þriggja stiga forystu í leikhlé 44-47.
Þriðji fjórðungur virtist spilast nákvæmlega eins og sá fyrsti fyrir heimamenn. Auk þess að spila fast og agað, þá hittu gestirnir gríðarlega vel úr sínum skotum áður en auga var blikkað voru gestirnir komnir í tíu stiga forskot. Vörn og sókn Njarðvíkingar virtist vera lítil hindrun fyrir gestina og voru ákvarðanna tökur leikmanna mjög slakar og hugmyndaflugið virtist vera af skornum skammti. Á meðan létu gestirnir boltann ganga hratt í sókninni eða alveg þangað til að einn leikmanna þeirra stóð aleinn á auðum sjó og skaut nokkuð auðveldum skotum. Gestirnir voru með 20 forskot fyrir síðasta fjórðunginn og allt leit út fyrir að þeir myndu nú sigla nokkuð lignan sjó til loka leiks
En Njarðvíkingar voru þó langt í frá tilbúnir að leggja ára í bát. Jeb Ivey hóf skothríð að körfu gestanna með góðum árangri og einnig hertu þeir aðeins tökin á gestunum. Pressuvörn þeirra hægði mjög á gestunum og virtist algerlega riðla upp leik liðsins. Þeir fóru að kasta tuðrunni út af og Njarðvíkingar gengu á lagið. Með nokkuð góðum leik voru Njarðvíkingar komnir aftur inn í leikinn og þegar um mínúta var eftir var staðan hnífjöfn. Gestirnir fóru í sókn og leikstjórnandi þeirra, Butskyy náði að brjótast að körfunni og skora fyrir gestina. Njarðvíkingar tóku þá leikhlé og settu upp síðust sókn leiksins. Jeb Ivey fékk boltann og átti hann augljóslega að klára leikinn. En gestirnir settu mjög góða pressu á Ivey, sem hafði verið sjóðheitur allan fjórðunginn og barst bolti því til Jóhanns Ólafssonar sem átti fínt skot utan teigs en geigaði á síðustu sekúndunni og fóru gestirnir með sigur af hólmi eins og fyrr segir. Friðrik Stefánsson var stigahæstur Njarðvíkinga í kvöld með 28 stig en næstur kom Jeb Ivey með 27.
Njarðvíkingar mega þó vera stoltir af sínum leik í öðrum og fjórða fjórðung en hefðu þeir spilað leikinn allan eins og þeir gerðu þá hefði sigurinn nokkuð augljóslega orðið íslenskur. Einnig virtist vanta alla stemmningu í liðið. Það var ekki fyrr en í lok leiks sem að smá stemmning myndaðist og voru meira segja leikmenn erkifjendanna úr Keflavík staðnir á fætur og byrjaðir að hvetja Njarðvíkinga áfram. Skorum hér með á leikmenn Njarðvíkur að sína sama lit og mæta á leik Keflvíkinga annað kvöld. En eins og fyrr sagði fínn leikur að undan skildum fyrsta og þriðja fjórðung og mega Njarðvíkingar vel við una.
Mynd VF.is