spot_img
HomeFréttirNash um Kobe: He's a motherf**king asshole

Nash um Kobe: He’s a motherf**king asshole

Leikstjórinn Gotham Chopra er að vinna að heimildarmynd um Kobe Bryant fyrir Showtime sjónvarpsstöðina. Þar tekur hann viðtöl við núverandi og fyrrverandi Lakers leikmenn og þeir beðnir um að lýsa Kobe í þremur orðum.
 
Flestir komu með “the ultimate competitor” eða “killer instinct” og aðra eins froðu sem allir hafa heyrt. Steve Nash hins vegar, öllum að óvörum sagði:
 
“motherfucking asshole”
 
…og Kobe var að fíla það í tætlur. 
 
Mikil virðing milli þessara tveggja og einmitt þess vegna sem Nash gat sagt þetta án þess að það yrði túlkað á rangan hátt. Nash hins vegar lýsti honum fullkomlega. Það er erfitt að spila með Kobe og hann skilur ekki hvers vegna aðrir hafa ekki sama geðtruflaða keppnisskapið og hann. Hann vill enga pappakassa í kringum sig og kannski þess vegna sem hann kærði sig kollóttann um hvort Dwight Howard yrði kyrr í LA eða færi. Annað hvort ertu samferða eða getur hypjað þig.
Fréttir
- Auglýsing -