Eftir skemmtilegt og spennandi Orkumót í upphafi mánaðar ætla yngstu strákarnir í KR að skella sér á Sambíómót Fjölnis næstu helgi. Strákarnir vilja standa sig sem best á mótinu og komu því með ýmsar hugmyndir hvernig þeir gætu farið að því. Eftir stuttan fund saman ákváðu þeir að fara í nammi- og gosbindindi í heila viku fyrir mótið. Með því ætla þeir að ná að hlaupa hraðar, hoppa hærra og vera sterkari á mótinu!
Nammibindindið virkar þannig að fyrir hvern dag sem þeir borða ekki sælgæti og drekka ekki gosdrykki haka þeir við box á miða fyrir þann dag. Á mótinu mæta þeir svo með miðann og sýna þjálfurum ánægðir árangurinn!
KR-ingar tóku tvo af iðkendum sínum í stutt spjall um nammibindindið: