Leikir liðanna (2) hingað til, verið einhver sú besta skemmtun sem íþróttaunnandi hefði getað beðið um. Fyrsti leikurinn, sem fram fór í Ljónagryfjunni, á einhvern ótrúlegan hátt framlengdur og svo sá síðasti, í Ásgarði, endaði með svakalegu vörðu skoti (sem hefði jafnvel breytt úrslitum) Leikirnir þó báðir (nú allir 3) unnist á heimavöllum liðanna. Sem er að einhverju leyti skiljanlegt, því (samkvæmt tölfræði), hafa bæði lið verið með afgerandi betri árangur í heimahögum en flest önnur lið deildarinnar.
Það voru heimamenn sem byrjuðu (jafn leikur þó) eilítið betur. Komust í 14-9 um miðbygg fyrsta leikhlutans. Kláruðu hann svo, með 3 stiga forystu í stöðunni 22-19.
Annar leikhlutinn mikið til jafn líka, þ.e. Njarðvík var hænufeti (2-6 stigum) á undan. Þegar að kveðið var til hálfleikhlés eftir annan leikhlutann var staðan 41-36 grænum í vil. Leikur liðanna, þrátt fyrir þetta litla forskot (eins og þeir tveir sem á undan komu) virkilega álitlegur frá sjónarhorni áhorfandans. Í hálfleik þessa leiks hafði ekkert nýtt komið fram (m.v. rimmuna í heild) Ef það að veðja hefði verið möguleiki, hefði sá er setti pening á að þessi ætti eftir að vera beggja megin allt til loka, unnið.
Í hálfleik báru tveir menn (í sitthvoru liðinu) hvor sitt lið á herðum sér (næstum bókstafslega) Fyrir Stjörnuna var Jeremy Atkinson atkvæðamestur með 17 stig (5/8 fg) og 8 fráköst, en hjá heimamönnum var það hinn óstöðvandi Stefan Bonneau sem dróg vagninn með 17 stigum, 6 stoðsendingum og 3 stolnum boltum.
Seinni hálfleikur leiksins var, ef það var þá á annað borð mögulegt, jafnvel enn jafnari en sá fyrri. 3. hlutinn endaði á jöfnu (24-24) með 5 stiga forystu heimamanna (65-60). Í þeim síðasta (4.) náðu gestirnir þó að vinna niður þetta litla forskot og, loks, kom Daði Lár Jónsson þeim yfir með þriggja stiga körfu (Dagur Kár Jónsson með stoðsendingu þar) þegar tæpar 4 mínútur voru eftir. Leikurinn því í járnum fyrir lokahnykkinn.
Lið Njarðvíkur hinsvegar bæði mun öruggara í sínum aðgerðum, sem og sýndu þeir mun meira ýgi í restina. Unnu leikinn svo að lokum með 6 stigum, 92-86.
Lykilmaður þessa leiks var Stefan Bonneau, en hann skoraði 45 stig, gaf 10 stoðsendingar, tók 6 fráköst og stal 4 boltum á þeim 40 mínútum (sléttum) sem hann spilaði í leik kvöldsins.
Umfjöllun,myndir,viðtöl/ Davíð Eldur
Njarðvík-Stjarnan 92-86 (22-19, 19-17, 24-24, 27-26)
Njarðvík: Stefan Bonneau 45/6 fráköst/10 stoðsendingar, Mirko Stefán Virijevic 11/11 fráköst, Ágúst Orrason 9/6 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 9, Maciej Stanislav Baginski 5/4 fráköst, Logi Gunnarsson 5, Hjörtur Hrafn Einarsson 5/5 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 3, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0, Magnús Már Traustason 0.
Stjarnan: Jeremy Martez Atkinson 23/11 fráköst/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 16, Justin Shouse 13, Jón Orri Kristjánsson 11/6 fráköst, Daði Lár Jónsson 11, Dagur Kár Jónsson 8, Tómas Þórður Hilmarsson 2, Ágúst Angantýsson 2/4 fráköst, Elías Orri Gíslason 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0, Sigurður Dagur Sturluson 0, Tómas Þórir Tómasson 0.
Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Kristinn Óskarsson, Björgvin Rúnarsson
Dagur Kár – Stjarnan:
Ólafur Helgi og Ágúst Orra – Njarðvík:
Logi – Njarðvík:
Stefan – Njarðvík:
Teitur – Njarðvík:
Hrafn – Stjarnan: