spot_img
HomeFréttirNær Dallas 70 sigrum á tímabilinu ??

Nær Dallas 70 sigrum á tímabilinu ??

 d
 Dallas Mavs hafa átt góða leiktíð

Dallas Mavericks hafa verið eins og flestir vita á gríðarlegri siglingu þessa leiktíðina. Eins og stendur eru þeir með 61-12 vinningshlutfall (83.6%) sem er nú ekkert slor og eiga 9 leiki inni. Besta hlutafall sögunar á hinsvegar hið fræga 95-96 lið Chicago Bulls, þvílíkt lið. Jordan, þarf nú vart að kynna þann besta allra tíma. Pippen var valin þetta árið fyrsta 5 manna liðið (valin eru 2 slík lið eftir hvert tímabil í NBA). Tony Kukoc var valinn besti 6. leikmaður. Og hver man ekki eftir Dennis Rodman sem tryggði sér sinn 5 frákasta titil þetta árið. Svo má ekki gleyma þjálfara ársins, Phil Jackson. Frábært lið sem að sjálfsögðu sigruðu svo í úrslitakeppninni þetta árið. 72-10 var recordið hjá Bulls þetta árið. Þeir hófu leiktíðina gífurlega vel og sáust tölur líkt og 10-1, 23-2 og 41-3 , þetta var eitthvað sem fólk hélt að ekki væri hægt.

 

Það verður verðugt verkefni fyrir Dallas að ná 70 sigrum. Þeir eiga eins og fyrr segir 9 leiki eftir í deildinni. 5 þeirra eru útileikir (Sacramento, Denver, Minnesota, Golden State, Seattle) og hinir eru heimaleikir (Portland, Clippers, Utah, San Antonio). Gaman verður að fygljast með hvort liði nái að verða annað liðið í sögunni til að ná 70 sigrum. Þess má einnig geta að það voru 71-72 lið L.A. Lakers sem náðu 69 sigrum. Jerry West og Wilt Chamberlain voru kappar sem léku með þessu sögufræga liði sem svo sigraði New York Knicks í úrslitum um titilinn 4-1.

Fréttir
- Auglýsing -