spot_img
HomeBikarkeppniNær botnlið Breiðabliks í úrslitin?: „Draumurinn að gera það sama og Njarðvík,...

Nær botnlið Breiðabliks í úrslitin?: „Draumurinn að gera það sama og Njarðvík, með öðrum endi“

Undanúrslit Geysisbikars kvenna fara fram í dag með tveimur leikjum. Karfan hitar upp fyrir leikina með upphitun og viðtölum við leikmenn og þjálfara allra liða.

Við ríðum á vaðið með lið Breiðabliks sem mætir Stjörnunni í undanúrslitum kl 17:30 í dag.

Breiðablik

Blikar eru nú komnar í undanúrslit í þriðja sinn í sögu meistaraflokks kvenna en áður var það árin 1994 og 2006. Þetta er þó í fyrsta sinn sem liðið fer í höllina um bikarhelgina og geta búið til alvöru bikarævintýri.

Liðið hefur slegið út tvö 1. deildar lið á leið sinni í undanúrslitin. Blikar eru á botninum í Dominos deild kvenna með einn sigur og því eina tækifærið á árangri þennan veturinn.

Breiðablik er skipað ungum og efnilegum leikmönnum sem þurfa að nýta reynsluna í höllinni til að verða betri leikmenn. Þessi bikarhelgi getur klárlega reynst gulrótin á tímabilinu fyrir liðið sem á góða möguleika á að komast í úrslit ef liðið finnur stemmninguna og sjálfstraustið. 

 

Undanúrslitaviðureign: Gegn Stjörnunni miðvikudaginn 13. febrúar kl. 17:30

Síðasti leikur þessara liða í deild: Breiðablik 80-101 Stjarnan – 5. janúar 2019

Viðureign í 8 liða úrslitum: 80-44 sigur á ÍR

Viðureign í 16 liða úrslitum: 107-64 sigur á Tindastól

Fjöldi bikarmeistaratitla: 0

Síðasti bikarmeistaratitill: Aldrei

 

Fylgist með: Björk Gunnarsdóttur

Leikstjórnandinn ungi mun reynast lykilmaður í þessum leik ætli Breiðablik sér í úrslitaleikinn. Björk er með 3,9 stoðsendingar að meðaltali í leik og sýnt að hún getur einnig skorað grimmt. Uppalin Njarðvíkingur með frábært auga og ansi örugg á boltann. Hefur stjórnað liðinu vel og er því forsenda fyrir árangri í þessari bikarhelgi sú að Björk eigi góða leiki. 

 

Aukasendingin: Hitað upp fyrir bikarvikuna í aukaþætti

 

 

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -