spot_img
HomeFréttirNægir hæfileikar í íslenskum körfuknattleik til að gera okkur hættulega erlendis

Nægir hæfileikar í íslenskum körfuknattleik til að gera okkur hættulega erlendis

 
Körfuknattleikssamband Íslands stóð í dag að blaðamannafundi þar sem Peter Öqvist nýráðinn þjálfari A-landsliðs karla sat fyrir svörum. KKÍ kynnti einnig að A-landsliðinu hefði verði boðið til Kína í septembermánuði til að leika gegn heimamönnum sem þá verða á lokastigi undirbúnings síns fyrir Asíuleikana.
Landsliðsþjálfarinn Öqvist tók til máls á fundinum og bjóst við því að landsliðshópurinn myndi skemmta sér vel saman við æfingar í sumar. ,,Ég er ánægður með þetta tækifæri og vil þakka KKÍ fyrir. Það er mikill heiður í hvert sinn sem þjóðland hefur samband og þá ber manni að svara. Við erum að hefja gott starf og við endann á því verður vonandi kominn góður árangur. Það eru hæfileikar í íslenskum körfuknattleik, nægir til þess að gera okkur hættulega erlendis og ég hlakka til verkefnisins,“ var meðal þess sem Öqvist sagði á fundinum.
 
Karfan TV ræddi Öqvist, Hannes S. Jónsson formann KKÍ sem og Hlyn Bæringsson leikmann landsliðsins. Öll þessi viðtöl birtast á Karfan TV á eftir þar sem nánar verður greint frá fundinum.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -