spot_img
HomeFréttirNáðum loksins markmiðum okkar

Náðum loksins markmiðum okkar

Símon B. Hjaltalín ræddi við menn að loknum úrslitaleik Snæfells og Tindastóls í Lengjubikarkeppni karla sem fram fór í Stykkishólmi í gær.
 
Þröstur Leó Jóhannsson, stigahæstur í leiknum hjá Tindastól
 
,,Við spiluðum mjög vel um helgina og náðum loskins markmiðum okkar bæði á föstudadag og laugardag, að klára leiki á fullu allan tímann en við höfum verið að tapa á flautukörfum og ekki klárað síðustu mínúturnar. Við tókum hér skref fram á við og erum að auka mikið við sjálfstraustið við þetta.
Við vitum að Snæfellsmenn þurfa ekki nema tvö opin stór skot og þá er allt orðið vitlaust hjá þeim og við fórum vel yfir þeirra hluti eins og við gerðum í síðasta leik í deildinni gegn þeim og svo töluðum við um að hafa gaman að þessu, spila sterkann varnarleik og ekki selja okkur ódýrt.
Við erum hvergi nærri hættir í deildinni og getum tekið mikið með okkur úr þessum leikjum um helgina. Við ætlum að auka við okkur vinnu og leggja meira á okkur og höfum bætt okkur mikið frá síðasta deildarleik.”
 
 
Bárður Eyþórsson þjálfari Tindastóls.
 
,,Það er búinn að vera heilmikill stígandi hjá okkur síðustu tvær til þrjár vikurnar og tókum ennþá stærri skref hér um helgina.Varnarleikurinn hjá okkur nú í seinni hálfleik og þó sóknarleikurinn hafi verð stirður á köflum erum við samt að skora hérna 96 stig og við eigum helling inni og erum búnir að vinna fyrsta bikarinn ár. Við getum tekið fullt út úr leikjunum með okkur í deildarkeppnina og að vera hérna sem lið sem er að sameinast meira og hópurinn að þjappast betur og betur saman. Það gefur okkur líka sjálfstraust að hafa komið um helgina og klárað tvo erfiða leiki.”
 
Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells.
 
,,Það er fúlt að standa sig ekki betur á svona stundum og í undirmeðvitundinni þá vorum við nýbúnir að vinna þá hérna heima í deildinni en okkur leið vel í fyrri hálfleik og svo datt botninn algjörlega úr þessu hjá okkur. Við vorum að þvinga öllu meira í leiknum og allt flæði vantaði hjá okkur sem auðveldaði þeim varnarleikinn. Við náðum ekki að klára okkar skot og gerðum okkur oft erfitt fyrir sem gerði það að verkum að við þurftum að opna okkur varnarlega, pressa og reyna að koma okkur inn í leikinn. Tindastóll er gott lið og þeir nýttu sér það vel í dag.”
 
Símon B. Hjaltalín  
Fréttir
- Auglýsing -