Þýska stórveldið Brose Baskets Bamberg hafa nú misst Slóvenan Bostjan Nachbar upp í hendur Barcelona á Spáni en Nachbar var einn af prímusmótorum Bamberg sem urðu þýskir meistarar eftir 3-0 sigur á EWE Basket í úrslitum.
Nachbar hefur m.a. leikið í NBA deildinni, með Dynamo í Rússlandi, Efes í Tyrklandi og svo þýska stórliðinu Bamberg svo ferill þessa öfluga leikmanns er ekkert slor. Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson mætti t.d. Nachbar á síðustu leiktíð þegar Bamberg rétt mörðu tveggja stiga sigur á Herði og félögum í MBC.
Þó Bamberg hafi komist upp úr fyrstu umferð Euroleague þá fóru þeir ekki langt í þeirri keppni síðasta tímabil en Nachbar var þar þriðji stigahæsti maður með 16,1 stig og 3,4 fráköst að meðaltali í leik. Það bætist því enn einn stórlaxinn við ACB deildina.
Mynd/ [email protected]: Hörður Axel vinnur sig framhjá Nachbar í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.