Njarðvík hafði betur gegn Haukum í æfingaleik í Ljónagryfjunni í kvöld, 107-88, en bæði lið undirbúa sig þessa dagana fyrir upphaf deildarkeppni Bónus deildar karla næstu mánaðarmót.
Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins ekkert sérstaklega spennandi á lokamínútunum. Nokkuð jafnræði var þó á með liðunum lengi vel framan af, en segja má að í þriðja leikhluta hafi heimamenn tekið völdin og í framhaldinu siglt sigrinum í höfn.
Stigahæstur fyrir Njarðvík í leiknum var Dwayne Lautier með 27 stig. Þá bætti Mario Matasovic við 25 stigum og Dominykas Milka var með 15 stig og 17 fráköst.
Fyrir Hauka var Arvydas Gydra stigahæstur með 18 stig og Tyson Jolly honum næstur með 16 stig.
Fréttir og tölfræði úr æfingaleikjum má senda á [email protected]