Fimm liða móti Njarðvíkur, Keflavíkur, Hamars/Þórs Stjörnunnar og Aþenu lauk í Ljónagryfjunni í kvöld með tveimur leikjum, en liðin höfðu áður mæst í Austurbergi og á heimavelli Hamars/Þórs. Upphaflega átti mótið að vera fjögurra liða, en samkvæmt heimildum Körfunnar þurfti Aþena að draga sig út úr síðasta leiknum í kvöld vegna veikinda.
Í fyrri leik kvöldsins hafði Keflavík betur gegn Stjörnunni, 90-69. Leikurinn var sá eini sem Stjarnan lék á mótinu og náðu þær því ekki í sigur á því, á meðan að Keflavík vann alla sína leiki.
Seinni leikurinn var svo á milli Hamars/Þórs og Njarðvíkur, en hann var öllu meira spennandi. Þurfti að framlengja eftir að leikar voru jafnir eftir venjulegan leiktíma, 80-80. Í framlengingunni náði Hamar/Þór svo að knýja fram sigur, 90-93. Að mótinu loknu er Hamar/Þór því með tvo sigra og Njarðvík einn.
Öll undirbúa liðin sig þessa dagana fyrir upphaf Bónus deildar kvenna. Þar verða lið Aþenu og Hamars/Þórs nýliðar á næsta tímabili, en um helgina fer fram meistarakeppni KKÍ á heimavelli Keflavíkur áður en deildin rúllar svo af stað í næstu viku.
Fréttir og tölfræði úr æfingaleikjum má senda á [email protected]