Ef tvöföld framlenging í leik KR og Njarðvíkur var ekki nóg fyrir ykkur fíklana þá hefði úrslitaleikur háskólaboltans átt að rota ykkur endanlega í nótt því Villanova kom öllum á óvart og vann North Carolina háskólann með þriggjastiga skoti á síðustu andartaki leiksins. Það var Kris Jenkins leikmaður Villanova sem var hetja kvöldsins þegar hann óð upp völlinn á síðustu sekúndum leiksins og lét vaða þrist sem söng í netinu.
North Carolina hafði leitt leikinn í hálfleik 39:34 og þegar um 2 mínútur voru eftir var staðan 70:64 fyrir UNC og allt leit nokkuð vel út. Villanova hinsvegar skoraði næstu 5 stig og upp hófst æsispennandi lokakafli sem endaði líkt og myndbandið hér að neðan sýnir.