spot_img
HomeFréttirMyndbrot úr gömlum Tindastólsleikjum

Myndbrot úr gömlum Tindastólsleikjum

Tindastóll tv hefur heldur betur farið á kostum undanfarna daga. Nú liggja menn og taka gamla leiki Tindastóls sem til eru á VHS spólum og koma þeim á Youtube.
 
Þarna má finna marga skemmtilega leiki, t.d. Haukar – Tindastóll sem fram fór í Strandgötunni í október 1988. Þarna er Kári Marísson í fullu fjöri ásamt Eyjólfi og Sverri Sverrissonum að ónefndum Val Ingimundarsyni. Annar athyglisverður leikur er leikur Tindastóls og Skallagríms þar sem fyrrnefndur Valur fór á kostum og tryggði Tindastól sigur með flautukörfu. Einnig má finna fleiri leiki.
 
Það sem er athyglisverðast við þetta er sú stemming sem er í húsunum. Leikir í október og stútfullt hús og mikil læti.
 
Þess ber að geta að maðurinn á bakvið Tindastóll TV á Youtuber er Stefán Arnar Ómarsson.
 
Hér má finna myndböndin.
 
 
Mynd: www.kfi.is
Fréttir
- Auglýsing -