Hér má sjá myndbrot úr leik Fjölnis og Grindavík frá því fyrr í kvöld. Grindavík mætti með sterkt lið sitt í Dalhús í kvöld og áttu Fjölnismenn efitt uppdráttar. Grindavík var með yfirhöndina á leiknum frá fyrstu mínútu og uppskáru sigur eftir því. Í leiknum komu nokkur skemmtileg tilþrif í toðsluformi, fyrsta troðslan kom á 4.sek leiksins þegar Jóhann sendir boltann frá þriggjastigalínunni í átt til Ólafs sem tekur hann í loftinu og hamrar hann niður með látum.
Grindavík er á góðri siglingu þessa stundina og er augljóst að Fjölnismenn þurfa að herða sig saman fyrir næsta leik sem er á móti Tindastól á þeirra heimavell.
Myndasafn úr leiknum kemur inn við fyrsta tækifæri
Myndband og umfjöllun : Karl West Karlsson