Justin Shouse, leikmaður Stjörnunnar fór alblóðugur út af velli í Þorlákshöfn í lok 1. leikhluta í leik gegn Þór.
Shouse var í baráttu um boltann í lok leikhlutans og féll utan vallar með þeim afleiðungum að hann rak handlegginn í auglýsingaskilti við hliðarlínu vallarins. Við það hlaut hann djúpa skurði á hægri upphandlegg, annar fyrir ofan úlnlið og hinn við olnbogann. Sá fyrri var mjög djúpur og þurfti 7 spor en óvitað er um hversu alvarlegur hinn var, samkvæmt því sem Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar tjáði Karfan.is nú fyrir skömmu.
Kristján sagðist ekki hafa þekkingu til að meta hversu lengi þetta muni halda honum frá leik með liðinu. "En það er mjög gott að fá þessa 10 daga í frí núna," bætti hann við. Hann sagðist þó nokkuð viss um að hann yrði tæpur fyrir 17. febrúar, þegar Stjarnan á næsta leik.
Vísir.is greindi frá þessu fyrstir og hægt er að sjá frétt þeirra hér.
***UPPFÆRT kl. 23:20***
12 spor voru saumuð í hægri handlegg Justin Shouse. Þetta staðfesti kappinn á Twitter.
12 stitches for old number 12.. For all the times I have dove into ads I was due! PROUD OF OUR TEAM TO GET THE W! pic.twitter.com/oT1xSL7kM9
— jshouse (@shousey12) February 7, 2016