spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaMyndbönd: Allt ætlaði uppúr að sjóða eftir leik í Keflavík

Myndbönd: Allt ætlaði uppúr að sjóða eftir leik í Keflavík

Keflavík jafnaði einvígi sitt 1-1 gegn Grindavík í spennandi leik í Blue höllinni í kvöld. Að lokum var það flautuþristur Urban Oman sem skildi liðin að, 84-83, en næsti leikur liðanna er komandi miðvikudag 8. maí á heimavelli Grindavíkur í Smáranum.

Eðlilega voru leikmenn og stuðningsmenn Grindavíkur ósáttir með niðurstöðu leiksins, en Keflvíkingar fögnuðu ákaft er lið þeirra hélt af velli stuttu eftir að sigurþristur Urban datt niður. Einhverjir tóku því sérlega illa og eins og má sjá hér fyrir neðan varð uppi fótur og fit er stuðningsmannasveitir liðanna tókust á eftir leik. Samkvæmt heimildum Körfunnar gengu forsvarsmenn liðanna á milli hópanna tveggja er allt var að sjóða uppúr, svo lítið varð úr eiginlegum slagsmálum.

Áhugavert verður að sjá hvort að stuðningsmenn beggja liða láti ekki af slíkri hegðun í næsta leik liðanna komandi miðvikudag, og hvort þeir láti sér ekki nægja sú frábæra skemmtun sem leikir liðanna tveggja eru.

Fréttir
- Auglýsing -