spot_img
HomeFréttirMyndband: Tilþrifasúpa hjá Magnúsi og Aabyhoj í Danmörku

Myndband: Tilþrifasúpa hjá Magnúsi og Aabyhoj í Danmörku

 
Magnús Þór Gunnarsson og félagar í danska úrvalsdeildarliðinu Aabyhoj léku við hvurn sinn fingur í 69-60 sigri á Horsholm 79ers í síðustu umferð. Magnús jarðaði nokkra svakalega þrista í leiknum og þá er ekki allt sagt þar sem einn af liðsfélögum Magnúsar ögrar nokkrum sinnum þyngdaraflinu á þessu myndbandi.
Magnús og félagar spila í kvöld gegn Svendborg Rabbits á útivelli en Svendborg er á toppi deildarinnar og er eina liðið sem ekki hefur tapað leik svo Magnús og félagar þurfa að bretta upp ermar í kvöld.
 
Þá er Axel Kárason einnig á ferðinni í kvöld með Værlöse þegar botnslagur deildarinnar fer fram á heimavelli Aalborg Vikings. Leikurinn er merkilegur fyrir þær sakir því að honum loknum mun annað liðið næla í sín fyrstu stig þetta tímabilið.
 
Fréttir
- Auglýsing -