Ísland varð í gærkvöldi síðasta þjóðin til þess að tryggja sig inn á lokamót EuroBasket 2025 með öruggum sigur gegn Tyrklandi í Laugardalshöll.
Hérna eru fréttir af undankeppni EuroBasket
Eftir öfluga byrjun á leiknum þar sem Ísland leiddi með 10 stigum eftir nokkrar mínútur náði íslenska liðið að berja á bak aftur öll áhlaup sterks liðs Tyrklands. Forskot Íslands var 8 stig í hálfleik og minnst fór það í 5 stig í seinni hálfleiknum, en lengst af héldu heimamenn forystunni í kringum 10 stig. Undir lokin gerir Ísland svo virkilega vel að klára með 12 stiga sigri, 83-71.
Hér fyrir neðan má sjá það helsta úr leiknum: