Frábær leikur fór fram í undankeppni Heimsmeistaramótsins í dag er Georgía tók á móti Grikklandi. Leikurinn var hnífjafn og litlu mátti muna á milli liðanna.
Georgía var með leikinn í sínum höndum þegar 28 sekúndur voru eftir, liðið var með boltann og einu stigi yfir. Lokasókn þeirra endaði hinsvegar á þvinguðu skoti frá Tornike Shengelia og frákastið til leikmaður Grikkja.
Hinn magnaði leikstjóranandi Nick Calathes rauk upp völlinn með örfáar sekúndur eftir á klukkunni. Hann kom boltanum á Konstantinos Papanikolaou leikmann Olympiakos sem setti sniðskot sitt á sama tíma og skotklukkan rann út.
Sigur Grikkja þýðir að liðið hefur innsiglað sæti sitt á HM á næsta ári og er fyrsta evrópuþjóðin til að ná því. Grikkir voru mest 23 stigum undir í leiknum í dag og því geggjuð endurkoma fullkomnuð með þessari lokakörfu. Nick Calathes var stigahæstur með 31 stig fyrir Grikki. Tornike Shengelia var stigahæstur Georgíumanna með 22 stig.
Myndband af þessum ótrúlegu lokasekúndum leiksins má finna hér að neðan:
.@Nick_Calathes15 TO PAPANIKOLAOU FOR THE WIN ON THE BUZZER! #FIBAWC #ThisIsMyHouse@HellenicBF
https://t.co/yB4gFvW05u
https://t.co/6BBBf6oObD
https://t.co/pBU9D7bidS pic.twitter.com/b6t5AdYgG2— Basketball World Cup (@FIBAWC) September 16, 2018