Dirk Nowitzki sem var skærasta stjarna úrslitakeppni NBA fékk höfðingjalegar móttökur í heimabæ sínum Wurzburg í Þýskalandi í vikunni þegar hann kom heim. Íþróttahöllin í bænum, þar sem hann spilaði með Wurzburg körfuboltaliðinu, var troðfull en um 3.000 manns fylltu hana.
Þegar komið var á torg bæjarins voru um 15.000 manns á svæðinu til að hylla þennan frægasta son Wurzburgar.
Myndband af vef NBA af hátíðarhöldunum.
Myndband frá aðdáanda frá torginu.
Mynd: Dirk Nowitzki er þjóðhetja í Þýskalandi.