Íslenska landsliðið lék sinn annan leik í forkeppni Eurobasket 2021 í dag þegar liðið mætti Sviss. Martin Hermannsson reyndist hetja Íslands þegar hann setti sigurkörfu Íslands á lokaandartökum leiksins og 83-82 sigur Íslands staðreynd.
Martin setti einnig gríðarlega mikilvæga körfu á lokamínútunni þar sem hann skorar listilega yfir Clint Capela leikmann Houston Rockets.
Leikmaðurinn sagði í samtali við Körfuna eftir leik að honum hefði liðið vel með skotið og það væri mikill léttir að ná í sigurinn í dag. Viðtalið við Martin má finna í heild sinni hér.
Tvær mikilvægustu körfur Martins í dag má finna á myndbandi hér að neðan:
It doesn’t get more clutch than ‘s @hermannsson15.
What a way to win it for @kkikarfa in the #EuroBasket Pre-Qualifiers! pic.twitter.com/JNzQYjK9fD
— FIBA EuroBasket (@EuroBasket) August 10, 2019