Leikstjórnandinn Semaj Inge hjá KR kann sitthvað fyrir sér í háloftunum og ljóst að annað árið í röð hafa Vesturbæingar landað leikmanni sem þarf að passa sig á körfuspjaldinu þegar hann hefur sig til flugs.
Hér er hægt að sjá myndbrot úr viðureign KR og Grindavíkur sem fram fór á dögunum en þar troða þeir Ómar Sævarsson, Grindavík, og Semaj Inge, KR, með tilþrifum ásamt öðrum skemmtilegum töktum.