Liðin í efstu deilum landsins eru á fullu þessa dagana að undirbúa sig fyrir komandi átök. Nokkur fjöldi af æfingaleikjum eru í gangi og er spennandi að sjá hvernig liðin koma undan sumri.
Vestri lék á dögunum æfingaleik þar sem eitt af tilþrifum ársins leit dagsins ljós. Hinn ungi og efnilegi leikmaður U16 landsliðsins og Vestra Hugi Hallgrímsson varði þá skot á ótrúlegan máta.
Sjón er sögu ríkari og má sjá myndband sem miðilinn Fusijama.tv deildi á twitter síðu sinni.
Fyrsta innleggið í keppnina um blokk tímabilsins kom snemma í ár með innleggi frá Huga Hallgrímssyni hjá @Vestri_karfa #korfubolti #egoectomy pic.twitter.com/0gfwVMPA9d
— Fúsíjama TV (@fusijamaTV) September 16, 2018