Þórsarar í Þorlákshöfn halda mót í samstarfi við Ícelandic Glacial fjórða árið í röð í september. Mótið fer fram þessa dagana en ein umferð fer fram í dag. Að þessu sinni eru það Grindavík, Njarðvík og Stjarnan sem taka þátt í mótinu ásamt heimamönnum.
Í dag fóru fram tveir leikir á mótinu þar sem Stjarnan vann öruggan sigur á Njarðvík og Grindavík vann ótrúlegan sigur á Þór Þ.
Grindavík átti boltann á endalínu í stöðunni 74-74 og 2,7 sekúndur eftir á klukkunni. Sigtryggur Arnar sendir boltann inn á Hlyn Hreinsson sem var einn í horninu þar sem hann setti þriggja stiga körfu fyrir sigri rétt áður en flautan gall. Til gamans má geta að Hlynur hafði einungis sett eina þriggja stiga körfu í sjö tilraunum fyrir þetta.
Nánar verður fjallað um leikinn síðar í dag en myndband af sigurkörfu Hlyns má finna hér að neðan: