Í gær fór fram leikur KR b og Keflavíkur í 10. flokki drengja. Einungis einum sigri munaði á liðunum fyrir leik kvöldsins í þessum flokki.
Óhætt er að segja að nokkur dramatík hafi verið í leiknum og mikil spenna. KR var í góðri stöðu þegar 2,2 sekúndur voru eftir og liðið náði þriggja stiga forystu 49-46 eftir að leikmaður KR setti vítaskot sitt niður.
Keflvíkingar voru hinsvegar ekki á sama máli og settu rosalega flautukörfu til að jafna leikinn og koma honum í framlengingu. Þar sem skotið er frá tæplega miðju. Mögnuð tilþrif hjá þessum efnilegu drengjum.
KR hafði svo 60-55 sigur í framlengingunni. Karfan fékk myndband af þessum tilþrifum sent frá góðvini síðunnar og má finna það hér að neðan.