spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaMyndasafn: Valskonur einar á toppnum eftir sigur í toppslaginn

Myndasafn: Valskonur einar á toppnum eftir sigur í toppslaginn

Valur vann toppslag Dominos deildar kvenna gegn KR í kvöld þegar liðin mættust í þriðju umferðar deildarinnar. Leikurinn var spennuleikur en Valur náði í sigur að lokum eftir kaflaskiptan seinni hálfleik. Lokastaðan 74-76 fyrir KR í DHL-höllinni.

Valur er því enn taplaust á toppi deildarinnar og er eina liðið sem er á toppnum eftir þriðju umferð. Leikurinn var kaflaskiptur og mikil skák þjálfaranna. Hann gefur fögur fyrirheit fyrir komandi viðureignir þessara liða en flestir gera ráð fyrir að þessi lið berjist um titilinn.

Myndasafn (Ólafur Þór)

KR-Valur 74-76 (20-23, 20-15, 16-20, 18-18)

KR: Danielle Victoria Rodriguez 17/7 fráköst/8 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 17/13 fráköst/3 varin skot, Sanja Orazovic 16/12 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 7, Margrét Kara Sturludóttir 7/7 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 7, Sóllilja Bjarnadóttir 3, Þóra Birna Ingvarsdóttir 0, Alexandra Eva Sverrisdóttir 0, Ástrós Lena Ægisdóttir 0/4 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 0, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 0.

Valur: Kiana Johnson 22/7 fráköst, Helena Sverrisdóttir 21/8 fráköst/6 stoðsendingar, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 12, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 10, Hallveig Jónsdóttir 5, Guðbjörg Sverrisdóttir 4, Regina Palusna 2/6 fráköst, Elísabet Thelma Róbertsdóttir 0, Kristín María Matthíasdóttir 0, Arna Dís Heiðarsdóttir 0, Tanja Kristín Árnadóttir 0, Anita Rún Árnadóttir 0.

Viðtöl eftir leikinn má finna hér að neðan:

Fréttir
- Auglýsing -