Valsmenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla í dag þegar þeir lögðu Hött frá Egilsstöðum 82-77 í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda. Þetta var þrettándi sigur Valsmanna í röð í 1. deild karla og fátt ef nokkuð sem virðist ætla að verða á vegi þeirra í baráttunni um sæti í úrvalsdeild á nýjan leik.
Valur-Höttur 82-77 (20-30, 23-17, 20-9, 19-21)
Valur: Chris Woods 20/13 fráköst, Þorgrímur Guðni Björnsson 15/8 fráköst, Benedikt Blöndal 14, Ragnar Gylfason 13, Birgir Björn Pétursson 9/5 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 8/6 fráköst, Atli Rafn Hreinsson 3/4 fráköst, Kristinn Ólafsson 0, Benedikt Skúlason 0, Sigurður Skúli Sigurgeirsson 0, Jens Guðmundsson 0, Bjarni Geir Gunnarsson 0.
Höttur: Frisco Sandidge 24/10 fráköst, Austin Magnus Bracey 17/6 fráköst, Viðar Örn Hafsteinsson 15, Eysteinn Bjarni Ævarsson 15, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 4/4 fráköst, Andrés Kristleifsson 2, Kristinn Harðarson 0, Stefán Númi Stefánsson 0, Einar Bjarni Hermannsson 0, Sigmar Hákonarson 0.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kr. Hreiðarsson
Mynd með frétt/ Atli Rafn Hreinsson gerði 3 stig og tók 4 fráköst í leiknum og skellir sér hér á eftir einum boltanum.