Tindastólsmenn gerðu góða ferð í Ásgarð í dag þar sem Stjarnan tók á mótið þeim í bikarkeppni 9. flokks karla. Stjörnumenn hafa unnið fyrstu tvær umferðir A-riðils á meðan Tindastóll hefur flakkað á milli A- og B-riðils, það var því búist við að Stjörnumenn væru mun sterkari.
Gestirnir frá Sauðárkrók voru þó ekki á þeim buxunum að tapa í Garðabænum og léku vel allan leikinn og unnu að lokum 60-64 eftir æsispennandi lokamínútur. Þá telflir Stjarnan einnig fram b-liði í 9. flokki karla og það lið lá gegn Haukum í dag 31-62.