14:13
{mosimage}
(Jón, Teitur og Eyjólfur við stjórnartaumana í gær)
Stjarnan vann langþráðan sigur í Iceland Express deild karla í gærkvöldi þegar þeir höfðu betur gegn FSu í Ásgarði. Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson og Keflvíkingurinn Jón Kr. Gíslason voru Eyjólfi Erni Jónssyni innan handar með Stjörnuliðið í gær og var það óvenjuleg sjón í augum margra körfuknattleiksáhugamanna enda Jón Kr. og Teitur gamlir erkifjendur af parketinu sem mættust í einhverjum rosalegustu leikjum sem fram hafa farið hér á landi.
Vel fór þó á með þeim Teit og Jóni í gær og ljóst að silfrið gráa sem þeir elduðu saman á Suðurnesjum hér í eina tíð er að baki. Nú tekur Teitur alfarið við stjórnun Stjörnunnar af Jóni og Eyjólfi og verður forvitnilegt að fylgjast með framhaldinu.
Meðfylgjandi myndir á leiknum í gær tók Jón Björn Ólafsson, [email protected]
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}