Nýliðar Skallagríms eru búnir að landa sínum fyrstu stigum í Domino´s deild karla eftir þriggja stiga sigur á Njarðvíkingum. Lokatölur í viðureign liðanna í Borgarnesi í kvöld voru 77-74 Skallagrím í vil þar sem Carlos Medlock gerði sigurstigin úr þriggja stiga skoti þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka.
Sigurinn tók sinn toll í herbúðum Skallagríms þar sem Hörður Helgi Hreiðarsson og Egill Egilsson meiddust í fyrsta leikhluta og spiluðu ekki meira með í leiknum.
Tölfræði leiksins
Skallagrímur-Njarðvík 77-74 (13-21, 18-17, 23-11, 23-25)
Skallagrímur: Carlos Medlock 17, Haminn Quaintance 16/8 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 15/9 fráköst/5 stoðsendingar, Orri Jónsson 12/5 fráköst, Trausti Eiríksson 7/6 fráköst, Sigmar Egilsson 5, Hörður Helgi Hreiðarsson 3, Birgir Þór Sverrisson 2, Davíð Ásgeirsson 0, Davíð Guðmundsson 0, Egill Egilsson 0, Atli Aðalsteinsson 0.
Njarðvík: Jeron Belin 24/6 fráköst, Elvar Már Friðriksson 20/4 fráköst/5 stoðsendingar, Marcus Van 14/18 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 8/5 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 6, Ágúst Orrason 2/5 fráköst, Birgir Snorri Snorrason 0, Óli Ragnar Alexandersson 0, Oddur Birnir Pétursson 0, Ólafur Helgi Jónsson 0, Kristján Rúnar Sigurðsson 0, Hjörtur Hrafn Einarsson 0.