Þorsteinn Eyþórsson var með myndavélina á lofti í Stykkishólmi í kvöld og fangaði nokkur skemmtileg augnablik í öðrum slag KR og Snæfells í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. Lokatölur voru 88-107 KR í vil þar sem Vesturbæingar settu stigamet í Stykkishólmi en ekkert aðkomulið hefur komist yfir 100 stigin á þessari leiktíð fyrr en KR í kvöld.