Karfan.is leit við í Körfuboltabúðum Ágústar Björgvinssonar á dögunum þar sem ungir og efnilegir leikmenn tóku vel á því. Árið í ár var það ellefta í röðinni sem Ágúst stendur fyrir slíkum búðum og jafnan fær hann með sér góðan hóp af öðrum þjálfurum sem koma að búðunum en þeirra á meðal voru Sævaldur Bjarnason, Finnur Freyr Stefánsson, Helena Sverrisdóttir, Oddur Benediktsson og margir aðrir góðir.