Tíunda umferð Dominos deildarinnar fór af stað í dag en fjórir leikir fara fram í dag. Í Smáranum mætti Keflavík í heimsókn en gestirnir höfðu unnið fjóra leik í röð fyrir þennan.
Keflavík hafði yfirhöndina lungan úr leiknum en Blikar voru aldrei langt á eftir. Breiðablik lék svæðisvörn allan seinni hálfleikinn sem Keflavík lenti í nokkrum vandræðum með. Blikar komust yfir í fjórða leikhluta en þá fann Keflavík lausn á svæðisvörninni og setti nokkrar auðveldar körfur í röð. Að lokum fór svo að Keflavík sigraði 71-75 í hörku leik.
Daniela Morrillo setti þrennu fyrir Keflavík í dag og endaði með 32 stig, 15 fráköst, 11 stoðsendingar og níu stolna bolta í leiknum. Auk þess var hún með 63% skotnýtingu og 57 framlagsstig í heildina. Hjá Breiðablik var Danni Williams með 31 stig og 17 fráköst.
Viðtöl eftir leik: