spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaMyndasafn: Grindavík vann Breiðablik í framlengdum leik

Myndasafn: Grindavík vann Breiðablik í framlengdum leik

Breiðablik byrjaði nýtt ár á að taka á móti Grindavík í Smáranum í kvöld. Leikurinn var í tólftu umferð Dominos deildar karla.

Leikurinn var gríðarlega jafn frá upphafi en Grindavík stýrði þó leiknum framan af ef Blikar voru alltaf í seilingarfjarlægð. Lokasekúndurnar voru æsispennandi þar sem Grindavík var fjórum stigum undir þegar tíu sekúndur voru eftir.

Að lokum var það nýr leikmaður Blika Kofi Josheps sem setti þriggja stiga körfu með sekúndu eftir af leiknum til að tryggja framlengdan leik. Lokaskot Grindvíkinga fór ekki ofan í og framlenging því klár.

Þar voru Grindvíkingar í bílstjórasætinu þrátt fyrir mikla spennu. Lokastaðan var 103-104 fyrir Grindavík.

Jordy Kuiper átti frábæran leik fyrir Grindavík og endaði með 31 stig og 11 fráköst. Þá var Lewis Clinch með 21 stig, 6 stoðsendingar og 8 fráköst.

Kofi Omar Josephs var öflugur í sínum fyrsta leik og setti 25 stig. Snorri Vignisson var öflugastur Blika með 17 stig og 14 fráköst.

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Bjarni Antonsson)

Fréttir
- Auglýsing -